Styrkja fram­lín­una

Nú hefur eftirspurn eftir þjónustu okkar hrunið vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Því höfum við hjá Park And Fly ákveðið að snúa vörn í sókn og nota krafta okkar og mátt til að styðja við bakið á þeim sem standa í framlínunni í baráttunni við Covid19. Eftir að hafa rætt við Landspítalann höfum við hjá Park And Fly látið framleiða 10.000 eintök af böngsum sem hengja má í glugga bifreiða heimila og fyrirtækja í landinu. Bangsarnir eru til stuðnings Landspítalans og verða seldir á vef okkar parkandfly.is og kosta 1.990 kr. stk. Starfsmenn Park And Fly munu gefa alla vinnu sem snýr að þessu verkefni. Auk þess höfum við eyrnamerkt 50 bangsa sem munu innhalda alþrif, bón og bílastæði hjá okkur þegar þessu tímabili lýkur. Einnig munum við greiða sendingarkostnað upp að fyrstu 350 sendingunum síðan leggst 195kr á hverja pöntun eftir það. Saman stöndum við. Saman sigrum við!

Styrkja fram­lín­una

image
Bangsi

Styrktar bangsi