Skilmálar

Skilmálar


Persónuupplýsingar

Viðskiptavinir gefa upp nafn sitt, upplýsingar um bílinn og ferðaáætlun. Þessar upplýsingar verða einungis notaðar til að aðstoða þig á sem bestan hátt. Allar upplýsingar um greiðslur fara í gegnum Korta. Park And Fly hefur ekki aðgang að þeim upplýsingum.

Endurgreiðsla

Ekki er hægt að fá endurgreitt ef afbókað er innan við 12 klst. fyrir brottför!

Ábyrgðarmál

Tjón á bílum viðskiptavina sem eru í vörslu hjá Park And Fly eru "einungis" tryggð ef ökutæki er með kaskó tryggingu. Ef sannarlegt tjón verður á bíl meðan hann er í umsjá starfmanns Park And Fly þá greiðir fyrirtækið því sem nemur sjálfsábyrgð á kaskó tryggingu bílsins. Komi upp bilun í bifreið sem er í umsjá Park And Fly sem rekja má til eðlilegar bilunar í bílnum sjálfum ber Park And Fly ENGA ÁBYRGÐ á því tjóni. Dæmi um slíka bilun gæti verið slit á tímareim eða önnur eðlileg slit á eldri bílum.

Park And Fly bætir ekki tjón vegna galla, slits eða ófullnægjandi viðhalds. Til dæmis tjón af völdum óveðurs sem rekja má til ófullnægjandi dekkjabúnað, eða vanbúinn bíll til vetraraksturs.

Svæðin okkar eru afgirt og varinn með öryggismyndavélakerfum og flóðlýsingum. Enginn umgangur er leyfður á svæðum okkar nema fyrir starfsmenn.

Varðandi bílrúðutryggingu, Park And Fly bætir tjón á bílrúðum "einungis" ef ökutæki er með bílrúðutryggingu. Það telst ekki brot þó flísist úr rúðu eða hún rispist. Ef sannarlegt tjón verður á bílrúðu meðan hann er í umsjá starfmanns Park And Fly þá greiðir fyrirtækið því sem nemur sjálfsábyrgð bílrúðutryggingu bílsins.

Á hvernig svæði er bílnum mínum lagt?

Öll svæðin eru vöktuð, upplýst og afgirt ásamt myndavélakerfi.

Lög og varningur

Ákvæði og skilmálar þessir ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Park And Fly ehf. Á grundvelli þessara ákvæða og skilmála verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.