Leiðbeiningar

Hvernig virkar Park and fly?Þjónustuferlið virkar þannig að viðskiptavinir bóka bílastæði á heimasíðu okkar www.parkandfly.is eða í gegnum appið Park And Fly sem þú getur nálgast í snjallsímanum þínum í Appstore (iOS) eða Playstore (Android).

Við sendum þér fyrst smáskilaboð klukkutíma fyrir áætlaðan komutíma á Leifsstöð. Það er MIKILVÆGT að þú látir okkur vita hvort komutími þinn sé á áætlun. Við komuna mun starfsmaður hjá Park And Fly vera fyrir utan brottfararsal Leifsstöðvar við svokallað ,,drop off,, svæði. Það eru bílastæðin þar sem þú leggur bílnum þegar þú keyrir aðra í flug. Starfsmaðurinn aðstoðar þig við að afferma bílinn og ekur honum síðan á geymslusvæði okkar sem er einungis 5.5 km frá Leifsstöð.

Við heimkomuna fá viðskiptavinir smáskilaboð (sms) frá okkur um að láta okkur vita þegar það eru 15 mínútur þangað til þú kemur í komusalinn. Þar tekur starfsmaður, merktur Park And Fly, á móti þér og afhendir þér bílykilinn og bíllinn þinn mun standa á skammtímasvæði ISAVIA við komusal.