Spurningar

Algengar spurningar


Hvernig virkar Park And Fly?

Viðskiptavinir bóka bílastæði ásamt þjónustu sem þeir óska eftir inn á parkandfly.is.

Við brottför sendum við þér smáskilaboð (sms) um klukkutíma áður en þú kemur upp á Leifsstöð, og biðjum við þig að staðfesta við okkur í smáskilaboð (sms) í síma 680-0000 komutíma á Leifsstöð Þar tekur svo starfsmaður við bílnum þínum og kemur honum á öruggan stað.

Við heimkomu er mjög mikilvægt að tilkynna og staðfest heimkomu um leið og vélin lendir svo við getum undirbúið afhendingu. þar bíður starfsmaður við útgöngudyr í komusal leifsstöðar.

Hversu langt er farið með bíllinn minn?

Bílastæðalóð okkar ásamt bónstöðinni eru staðsettar aðeins 5.5 kílómetrum frá Leifsstöð.

Þarf að panta bílastæði og þjónustu sem í boði er hjá ykkur með löngum fyrirvara?

Nei, þú getur pantað þjónustu okkar samdægurs bæði á heimasíðu okkar parkandfly.is. Best er hins vegar að hringja ef bókað er bílastæði með minna en átta tíma fyrirvara.

Á hvernig svæði er bílnum mínum lagt?

Öll svæðin eru vöktuð, upplýst og afgirt ásamt myndavélakerfi.

Mynd
Mynd
Mynd
Eruð þið tryggðir fyrir bílnum mínum á meðan hann er í ykkar umsjá?

Tjón á bílum viðskiptavina sem eru í vörslu hjá Park And Fly eru "einungis" tryggð ef ökutæki er með kaskó tryggingu. Ef sannarlegt tjón verður á bíl meðan hann er í umsjá starfmanns Park And Fly þá greiðir fyrirtækið því sem nemur sjálfsábyrgð á kaskó tryggingu bílsins.

Nánar upplýsingar varðandi ábyrgðarmál má finna í skilmálum

Hvað þarf ég að bíða lengi fyrir utan brottfarir eða komusal eftir starfsmanni ykkar?

Okkar markmið er að þú þurfir EKKI að bíða meira en 3 mínútur.

Er hægt að panta þrif og/eða bón?

Við rekum okkar eigin bónstöð til að hámarka gæði þjónustunnar.