Algengar spurningar


Hvernig virkar Park And Fly?

Viðskiptavinir bóka bílastæði ásamt þjónustu sem þeir óska eftir inn á www.parkandfly.is eða á appi fyrirtækisins. Við sendum þér svo smáskilaboð (sms) um klukkutíma áður en þú kemur upp á Leifsstöð og biðjum við þig að senda okkur smáskilaboð (sms) í síma 680-0000 þegar það eru 15 mín. áður en þú mætir fyrir utan Brottfarir í Leifsstöð. Þar tekur svo starfsmaður við bílnum þínum og kemur honum á öruggan stað. Á heimleið mun starfsmaður bíða við komusal þangað til þú mætir. með lyklana að bifreið þinni sem stendur fyrir utan komusal Leifsstöð.

Hversu langt er farið með bíllinn minn?

Bílastæðalóð okkar ásamt bónstöðinni eru staðsettar aðeins 5.5 kílómetrum frá Leifsstöð.

Þarf að panta bílastæði og þjónustu sem í boði er hjá ykkur með löngum fyrirvara?

Nei, þú getur pantað þjónustu okkar samdægurs bæði á heimasíðu okkar og á app-inu. Best er hins vegar að hringja ef bókað er bílastæði með minna en átta tíma fyrirvara.

Á hvernig svæði er bílnum mínum lagt?

Öll svæðin eru vöktuð, upplýst og afgirt ásamt myndavélakerfi.

Eruð þið tryggðir fyrir bílnum mínum á meðan hann er í ykkar umsjá?

Bíllinn þinn er fulltryggður í okkar vörslu sem og í akstri á meðan hann er í okkar umsjá. Við tökum einnig myndir af öllum bílum sem við tökum á móti þegar þeir eru komnir inn á okkar geymslusvæði.

Hvað þarf ég að bíða lengi fyrir utan brottfarir eða komusal eftir starfsmanni ykkar?

Okkar markmið er að þú þurfir EKKI að bíða meira en 3 mínútur.

Er hægt að panta þrif og/eða bón?

Við rekum okkar eigin bónstöð til að hámarka gæði þjónustunnar.